Leita

Upplýst!

Upplýst umfjöllun um vísindi og ósannreynda heilsustarfsemi

Hugtökin á Upplýst.org!

Það er mikilvægt að skilja þau hugtök sem liggja að baki þessari umræðu um gervifræði og gervilækningar.  Skoðum það nánar.

Undir því sem kalla má óhefðbundnar lækningar eða hjá/viðbótar-lækningar má segja að það séu þrír flokkar; gervilækningar, náttúrulækningar og alþýðulækningar. Undir gervilækningar falla margar tegundir úrræða.

Undir vísindalegar, hefðbundnar lækningar falla lækningar og skottulækningar.  Já, skottulækningar líka því að þær eru ekki endilega óvísindalegar, heldur bara á laun eða ólöglegar á einhvern hátt. Hefðbundnar lækningar eru með gríðarlega marga undirflokka en stærstu greinarnar eru lyflækningar, skurðlækningar, heimilislækningar og barnalækningar. Lækningafúsk er óljóst hugtak sem gæti átt við hvaða aðila sem er, sem reynir einhver úrræði til lækninga á óvandaðan og kæruleysislegan máta.

Með hugtakinu samþættar lækningar (integrative meidicine) er reynt að sameina alla ofangreinda flokka í eina súpu.

Sjá nánar á síðunni gervifræði og gervilækningar.

Featured post

Frétt: Hormónatruflandi efni finnast í vinsælum ilmolíum

Ilmkjarnaolíur eru soðnar úr jurtum og innihalda fjölda kemískra efna. Sum þessara efna eru ofnæmisvaldar, önnur eitruð og nú hefur verið sýnt fram á hormónatruflandi eiginleika.

Fyrir áratug síðan sagði BBC frá grun um að tvær ilmolíur sem algengt er að notaðar séu við svokallaðar ilmolíumeðferðir, geti valdið truflunum á hormónabúskap. Um var að ræða byrjandi brjóstamyndun í drengjum sem höfðu verið „meðhöndlaðir“ voru með Lavender- eða Tea-tree olíum.

Í dag kom ný frétt frá BBC þar sem sagt er frá rannsóknum sem talið er að staðfesti þennan grun. 

Upplýst hefur áður fjallað um notkun svokallaðra ilmkjarnaolía í gervilækningum.

Þessar fréttir styðja enn frekar málstað þeirra sem vara við þessari vitleysu.

Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun er gervifag byggt á skrumi

Ein af þeim gervifræðum sem gervifagfélög innan Bandalags Íslenskra Græðara (BIG.is) halda úti er höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun (Craniosacral therapy / balancing), (skammstafað HBSJ).  HBSJ er sögð hafa sprottið frá osteópatíu sem er grein handfjötlunar á stoðkerfinu til að eiga við ýmis einkenni þaðan og hefur náð hve mestri útbreiðslu í Bandaríkjunum.

Í þessari grein fjallar Svanur Sigurbjörnsson læknir um það hvernig forvígismenn HBSJ í Bandaríkjunum komu af stað gervifaginu með augljósi skrumi sem má lesa úr skrifum þeirra. Uppkoma gervifaga eins og HBSJ hefur valdið ómældum kostnaði og sóun á tíma fjölda fólks sem í veljviljaðri leit sinni að fleiri úrræðum til heilsubótar hefur látið glepjast af þeim.

Lesa áfram…

Robert O. Young loks dæmdur í fangelsi

Robert O. Young, einn helsti forgöngumaður þeirrar grillu að til sé  „basískt“ fæði sem megi nota til þess að bæta heilsuna, fyrirbyggja og lækna hvers konar meinsemdir, hefur nú verið sakfelldur og kemur til með að eyða tæplega fjórum árum bak við lás og slá. Við sögðum frá því áður að hann hefði verið handtekinn og saksóttur fyrir tugi ákæruliða, meðal annars fjárdrátt og að þykjast vera læknir. Hann hefur tekið stórfé af örvæningarfullum sjúlingum, aðallega krabbameinssjúklingum fyrir þykjustulækningar á búgarði sínumí Kalíforníu. Það sem fyllti mælinn virðist vera að hann lét sér ekki nægja mataræðismeðferðir heldur gaf sjúklingunum inndælingar, sem hann hafði ekki leyfi til að gera samkvæmt lögum.

Eitt af því sem Robert O. Young er þekktur fyrir er að kenna smásjárskoðun á blóði til þess að greina hvers kyns óheilbrigði. Þeir sem þessa vitleysu stunda kalla sig „míkróskópista“  en um það fyrirbæri skrifaði Upplýst fyrir nokkru.

Skjáskot af vefnum phlifsstill.is 13.4.2017

 

Þeir eru margir sem hafa verið blekktir af þessum loddara, ekki síst græðarar sem hafa látið ginna sig til að beita blekkingum herra Young.

BGL

Saga-n heldur áfram!

Vörur SagaMedica undir heitunum Saga Pro og Saga Memo hafa selst vel, sérstaklega hið fyrrnefnda. Í vörunum eru efni unnin úr hvönn og gefið annars vegar í skyn að þau fækki salernisferðum fólks með minnkaða blöðrurýmd og hinsvegar að þau geti aukið minni.  Aukning á minni hjá mannfólki var ekki rannsökuð af framleiðandanum, heldur frumstæð

Ritrýnd músatilraun með óvissu um eðli svars.

viðbrögð 10 músa eftir að þeim voru gefin rafstuð. Virka efnið í Saga Memo eykur acetylcholine, boðefni sem getur mögulega aukið minni í skamma stund, en þekktara er að það róar og kemur meltingarfærunum í gang. Það gæti því mun frekar útskýrt hægagang músanna (hið mælda svar) en aukið minni. Ef að Saga Memo hefur mælanleg áhrif á taugaboðefni myndi hafa af því áhyggjur, því að slíkt er ekki laust við aukaverkanir.  Áhrif þess á minni fólks eru ósönnuð og það er óábyrgt að gefa slíkt í skyn. (SS).

Magnús Jóhannsson læknir, skrifar hér um vafasamar túlkanir SagaMedica á einu klínísku rannsókninni sem fyrirtækið hefur gert á mannfólki og notkun Saga Pro við þvagvandamálum.

Lesa áfram –>

Einfaldlega – hvað eru vísindi?

Það er fróðlegt að skoða hvað einkennir vísindi og hvernig við öðlumst þekkingu fyrir tilstilli þeirra þegar spurninguna um heilsutengd gervifræði og gervilækningar ber á góma. Það er ekki ljóst af sjálfu sér hvað greinir á milli vísinda og gervivísinda. Hvað eru staðreyndir og hvað upphugsaðar staðleysur? Í þessari grein sem vísað er til hér, eru nefnd átta atriði sem lýsa eðli vísinda og svo nokkur umfjöllun um það hvað tveir af upphafsmönnum raunvísinda höfðu að segja okkur.  Einnig er komið inn á hvað þekking er og mikilvægi varfærnislegrar túlkunar á niðurstöðum rannsókna.

Halda áfram að lesa –>

vidindamadurinn-fb

Lífefnafræðingur nokkur heldur úti umfjöllun um gervifræði og gervilækningar, hverskonar á fésbókarsíðunni Vísindamaðurinn og einnig á blogspot bloggi.  Hann er naskur á fréttnæmt efni um þetta og setur inn áhugaverðar færslur.

Baráttan við gervifræðin á Íslandi – sagan og sviðið

Upplýst.org fjallar um afvegaleidd fræði, úrræði og svindl sem tengjast heilsu. Margt getur farið úrskeiðis þegar reynt er  að setja saman eitthvað til að bæta heilsu fólks.  Þörfin fyrir að gera góða og stóra hluti er sterk en það hefur margsinnis í sögu mannkyns farið úrskeiðis og alls kyns hugmyndir og kerfi hafa reynst reist á óskhyggjunni einni saman.

colorvensl-gervifraeda0-5x

Vísindaleg aðferð krefst talsverðrar ígrundunar og lærdóms og það er ekki sjálfgefið að fólk átti sig á tilbúningi og geti greint milli hans og staðreynda.

Í greininni Sögulegt baksvið Upplýst og baráttunnar við gervifræðin segir frá því hvernig hið mótsagnakennda ástand kom upp að gervifræði urðu á ný einskonar athvarf fjölda fólks meðal almennings þó að aldrei hafi áreiðanleg vísindaleg þekking verið meiri.  Rakin eru skref í sögunni og tilteknir leikmenn beggja vegna við málin undanfarin rúm 20 ár.  Það hefur talsvert gengið á og í raun meira en maður áttaði sig áður en skrifin hófust.  

Halda áfram að lesa –>

Mýtan um skaðleysi frjálsrar sölu áfengis

Áfengi er ekki venjuleg neysluvara, hvað þá matvara. Áfengi er vímugjafi sem er vandmeðfarinn og þarf sérstaka meðhöndlun og umgjörð hvað sölu á því varðar. Það er afar mikilvægt að fyrirkomulagið sé með þeim hætti að þau óbeinu skilaboð sem þannig berast út í þjóðfélagið endurspegli að áfengi sé ekki venjuleg vara.  Ungmenni og fólk með áfengissýki þarf ákveðna fjarlægð og aðskilnað (í rými og stað) við áfengið.

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um frjálsa sölu alls áfengis í matvöruverslunum og á með því að leggja niður ÁTVR.  Í útskýringum með frumvarpinu er hin heilsufarslega áhætta sem með þessari breytingu gæti fylgt, nánast ekkert rædd og það litla sem kemur fram er rangt.  Fjöldi umsagna hefur rignt inn frá stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum sem tengjast heilbrigðiskerfinu og þær eru allar á þann veg að það eigi ekki að gefa söluna frjálsa.  Allar rannsóknir og álit sérfróðs fólks benda til að slíkt skref myndi skemma þann góða árangur sem hefur náðst hérlendis í forvörnum áfengisvandamála.  Unglingadrykkja er lægst á Íslandi á meðal 38 evrópuríkja.

Umsögn Svans Sigurbjörnssonar læknis á málinu er hér birt á Upplýst.org.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: