Nýlega skrifuðum við um „kirsuberjatínslu“.  Þar er því lýst hvernig talsmenn hjálækninga og hindurvitnismeðferða tína góðu kirsuberin og skilja hin vondu eftir þegar þeir vitna í hentugar heimildir en sleppa hinum óhentugu iðju sinni til réttlætingar.

p-Hydroxybenzyl acetone eða hindberjaketón er tískuefni dagsins ef marka má auglýsingar í íslenskum miðlum. Það er efni sem finnst í örlitlu magni í hindberjum en gefur þeim sinn dæmigerða ilm. Í nýjum pistli hér á Upplýst-vefnum er sagt frá því hvernig hindberjaketón er orðið nýja tískuefnið í megrunarmeðulunum og hvers vegna ilmurinn er falskur.

Pistillinn