Screen Shot 2014-02-26 at 11.44.48Seinni greinin um IgG mataróþolspróf er nú komin á Upplýst-vefinn undir kaflanum um Mataræði. Þar er einnig að finna fyrri grein Upplýst-hópsins. Eins og fyrr hefur verið sagt frá lagði Upplýst-hópurinn í gríðarlega vinnu við að safna og greina upplýsingar og rannsóknir sem fyrir liggja um slík próf.  Afraksturinn var þessi ítarlega grein sem fyrst var birt í sama fjölmiði og söluaðili Food Detective prófsins hafði skrifað grein í til stuðnings vörunni. Þar hafði söluaðilinn valið þær tilvitnanir sem hentuðu best en sleppt öðrum. Við sýndum í svari okkar fram á gagnsleysi slíkra prófa við að greina óþol gegn matartegundum. Af því að við viljum gera svona vinnu vandlega og rétt þá  getur það kostað mikla vinnu og slíkar greinar verða eðli málsins samkvæmt að vera ítarlegar og því langar og ekki auðlesnar.

Hér er greinin í heild sinni