Nýr pistill á Upplýst-vefnum
Anna Ragna Magnúsardóttir, doktor í næringarfræði og Upplýst-meðlimur skrifar um það hvernig rétt beiting á aðferðafræði vísindanna gat hreinsað Glúten af grun um að valda óljósum meltingarvandamálum. Þar er sennilega á ferðinni annar sökudólgur, svokölluð FODMAP-efni sem lítið hafa verið í sviðsljósinu en margir þekkja óbeint sem hættir til að leysa óhóflegan vind eftir neyslu vissra fæðutegunda.

Pistill Önnu er ekki síður athyglisverður fyrir það að hún lýsir því hvernig rannsakendur þurfa að nálgast „vísindalegar sannanir“ með mikilli varúð og fullvissa sig um niðurstöðuna áður en anað er í fjölmiðla með fréttina eða ný vara sett á markað.