Vörur SagaMedica undir heitunum Saga Pro og Saga Memo hafa selst vel, sérstaklega hið fyrrnefnda. Í vörunum eru efni unnin úr hvönn og gefið annars vegar í skyn að þau fækki salernisferðum fólks með minnkaða blöðrurýmd og hinsvegar að þau geti aukið minni.  Aukning á minni hjá mannfólki var ekki rannsökuð af framleiðandanum, heldur frumstæð

Ritrýnd músatilraun með óvissu um eðli svars.

viðbrögð 10 músa eftir að þeim voru gefin rafstuð. Virka efnið í Saga Memo eykur acetylcholine, boðefni sem getur mögulega aukið minni í skamma stund, en þekktara er að það róar og kemur meltingarfærunum í gang. Það gæti því mun frekar útskýrt hægagang músanna (hið mælda svar) en aukið minni. Ef að Saga Memo hefur mælanleg áhrif á taugaboðefni myndi hafa af því áhyggjur, því að slíkt er ekki laust við aukaverkanir.  Áhrif þess á minni fólks eru ósönnuð og það er óábyrgt að gefa slíkt í skyn. (SS).

Magnús Jóhannsson læknir, skrifar hér um vafasamar túlkanir SagaMedica á einu klínísku rannsókninni sem fyrirtækið hefur gert á mannfólki og notkun Saga Pro við þvagvandamálum.

Lesa áfram –>