Robert O. Young, einn helsti forgöngumaður þeirrar grillu að til sé  „basískt“ fæði sem megi nota til þess að bæta heilsuna, fyrirbyggja og lækna hvers konar meinsemdir, hefur nú verið sakfelldur og kemur til með að eyða tæplega fjórum árum bak við lás og slá. Við sögðum frá því áður að hann hefði verið handtekinn og saksóttur fyrir tugi ákæruliða, meðal annars fjárdrátt og að þykjast vera læknir. Hann hefur tekið stórfé af örvæningarfullum sjúlingum, aðallega krabbameinssjúklingum fyrir þykjustulækningar á búgarði sínumí Kalíforníu. Það sem fyllti mælinn virðist vera að hann lét sér ekki nægja mataræðismeðferðir heldur gaf sjúklingunum inndælingar, sem hann hafði ekki leyfi til að gera samkvæmt lögum.

Eitt af því sem Robert O. Young er þekktur fyrir er að kenna smásjárskoðun á blóði til þess að greina hvers kyns óheilbrigði. Þeir sem þessa vitleysu stunda kalla sig „míkróskópista“  en um það fyrirbæri skrifaði Upplýst fyrir nokkru.

Skjáskot af vefnum phlifsstill.is 13.4.2017

 

Þeir eru margir sem hafa verið blekktir af þessum loddara, ekki síst græðarar sem hafa látið ginna sig til að beita blekkingum herra Young.

BGL