Ilmkjarnaolíur eru soðnar úr jurtum og innihalda fjölda kemískra efna. Sum þessara efna eru ofnæmisvaldar, önnur eitruð og nú hefur verið sýnt fram á hormónatruflandi eiginleika.

Fyrir áratug síðan sagði BBC frá grun um að tvær ilmolíur sem algengt er að notaðar séu við svokallaðar ilmolíumeðferðir, geti valdið truflunum á hormónabúskap. Um var að ræða byrjandi brjóstamyndun í drengjum sem höfðu verið „meðhöndlaðir“ voru með Lavender- eða Tea-tree olíum.

Í dag kom ný frétt frá BBC þar sem sagt er frá rannsóknum sem talið er að staðfesti þennan grun. 

Upplýst hefur áður fjallað um notkun svokallaðra ilmkjarnaolía í gervilækningum.

Þessar fréttir styðja enn frekar málstað þeirra sem vara við þessari vitleysu.