„Integrative medicine“, einnig kallað „integrated medicine“ eða „integrative health“ er hugtak sem búið hefur verið til kringum þá hugmynd að innlima „alternative medicine“, sem á íslensku hefur oftast verið kallað „óhefðbundnar lækningar“ í „evidence-based medicine“ eða hina viðurkenndu, reynslu- og vísindabyggðu læknisfræði.
Þar til betra hugtak kemur fram, veljum við að tala um „innlimun hjálækninga“. Tillögur um nafn eru vel þegnar.
Forsvarsmenn þessarar stefnu halda því gjarnan fram að með því sé „heildræn“ nálgun betur tryggð, áherslan verði á heilsu og vellíðan („wellness“) frekar en á meðferð sjúkdóma. Einnig er samband sjúklings og meðferðaraðila í fyrirrúmi. Þessar hugmyndir eru óstaðfestar.
Gagnrýni á þesssa stefnu beinist fyrst og fremst að því að ekki er gerður greinarmunur á virkum og áhrifaríkum aðferðum og óvirkum og jafnvel skaðlegum. Hætta er á að með því að eyða tíma og fé í óvirka og óskilvirka starfsemi, rýri það gæði heilbrigðisþjónustunnar og þeim gæðum væri betur varið til þess að finna út hvað er gagnlegt innan hjálækninga og efla og bæta heilbrigðisþjónustuna sem byggir á reynslu og vísindalegri nálgun.
Innlimun hjálækninga er oft sögð munu bæta heilbrigðisþjónustuna, minnka álag á heilbrigðiskerfið og spara fé sem annars færi í dýrar meðferðir. Þessar fullyrðingar eru með öllu óstaðfestar. Fullyrðingar um að nútíma heilbrigðisþjónusta einblíni á sjúkdóma og meðferð þeirra en líti ekki heildrænt á skjólstæðingana eru verulega ýktar.
Undir þessa síðu munu flokkast greinar sem fjalla um efnið.
Ágætt ítarefni með tilvísunum er að finna á Wikipedia (enska)
Færðu inn athugasemd