Leita

Upplýst!

Upplýst umfjöllun um vísindi og ósannreynda heilsustarfsemi

Flokkar

Gervilækningar

Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun er gervifag byggt á skrumi

Ein af þeim gervifræðum sem gervifagfélög innan Bandalags Íslenskra Græðara (BIG.is) halda úti er höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun (Craniosacral therapy / balancing), (skammstafað HBSJ).  HBSJ er sögð hafa sprottið frá osteópatíu sem er grein handfjötlunar á stoðkerfinu til að eiga við ýmis einkenni þaðan og hefur náð hve mestri útbreiðslu í Bandaríkjunum.

Í þessari grein fjallar Svanur Sigurbjörnsson læknir um það hvernig forvígismenn HBSJ í Bandaríkjunum komu af stað gervifaginu með augljósi skrumi sem má lesa úr skrifum þeirra. Uppkoma gervifaga eins og HBSJ hefur valdið ómældum kostnaði og sóun á tíma fjölda fólks sem í veljviljaðri leit sinni að fleiri úrræðum til heilsubótar hefur látið glepjast af þeim.

Lesa áfram…

Robert O. Young loks dæmdur í fangelsi

Robert O. Young, einn helsti forgöngumaður þeirrar grillu að til sé  „basískt“ fæði sem megi nota til þess að bæta heilsuna, fyrirbyggja og lækna hvers konar meinsemdir, hefur nú verið sakfelldur og kemur til með að eyða tæplega fjórum árum bak við lás og slá. Við sögðum frá því áður að hann hefði verið handtekinn og saksóttur fyrir tugi ákæruliða, meðal annars fjárdrátt og að þykjast vera læknir. Hann hefur tekið stórfé af örvæningarfullum sjúlingum, aðallega krabbameinssjúklingum fyrir þykjustulækningar á búgarði sínumí Kalíforníu. Það sem fyllti mælinn virðist vera að hann lét sér ekki nægja mataræðismeðferðir heldur gaf sjúklingunum inndælingar, sem hann hafði ekki leyfi til að gera samkvæmt lögum.

Eitt af því sem Robert O. Young er þekktur fyrir er að kenna smásjárskoðun á blóði til þess að greina hvers kyns óheilbrigði. Þeir sem þessa vitleysu stunda kalla sig „míkróskópista“  en um það fyrirbæri skrifaði Upplýst fyrir nokkru.

Skjáskot af vefnum phlifsstill.is 13.4.2017

 

Þeir eru margir sem hafa verið blekktir af þessum loddara, ekki síst græðarar sem hafa látið ginna sig til að beita blekkingum herra Young.

BGL

Baráttan við gervifræðin á Íslandi – sagan og sviðið

Upplýst.org fjallar um afvegaleidd fræði, úrræði og svindl sem tengjast heilsu. Margt getur farið úrskeiðis þegar reynt er  að setja saman eitthvað til að bæta heilsu fólks.  Þörfin fyrir að gera góða og stóra hluti er sterk en það hefur margsinnis í sögu mannkyns farið úrskeiðis og alls kyns hugmyndir og kerfi hafa reynst reist á óskhyggjunni einni saman.

colorvensl-gervifraeda0-5x

Vísindaleg aðferð krefst talsverðrar ígrundunar og lærdóms og það er ekki sjálfgefið að fólk átti sig á tilbúningi og geti greint milli hans og staðreynda.

Í greininni Sögulegt baksvið Upplýst og baráttunnar við gervifræðin segir frá því hvernig hið mótsagnakennda ástand kom upp að gervifræði urðu á ný einskonar athvarf fjölda fólks meðal almennings þó að aldrei hafi áreiðanleg vísindaleg þekking verið meiri.  Rakin eru skref í sögunni og tilteknir leikmenn beggja vegna við málin undanfarin rúm 20 ár.  Það hefur talsvert gengið á og í raun meira en maður áttaði sig áður en skrifin hófust.  

Halda áfram að lesa –>

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: