Leita

Upplýst!

Upplýst umfjöllun um vísindi og ósannreynda heilsustarfsemi

Flokkar

Umræða

vidindamadurinn-fb

Lífefnafræðingur nokkur heldur úti umfjöllun um gervifræði og gervilækningar, hverskonar á fésbókarsíðunni Vísindamaðurinn og einnig á blogspot bloggi.  Hann er naskur á fréttnæmt efni um þetta og setur inn áhugaverðar færslur.

Raunveruleikinn um reynslusögur

Nýr pistill á Upplýst-vefnum minnir mig á eigin skoplega reynslusögu:
Nokkur ungmenni sátu við matarborðið á Pálmasunnudag og lásu helgarblöðin. Skyndilega ráku þau upp óp og hlógu dátt og innilega. „Þetta er kallinn!“ hrópuðu þau. Halda áfram að lesa „Raunveruleikinn um reynslusögur“

Hómeópatía á undir högg að sækja í Bretlandi

Á vefinn er komin stutt frásögn af athugun sem neðri deild breska þingsins lét gera á því hvort halda bæri áfram að greiða fyrir þjónustu hómeópata í Bretlandi. Niðurstaðan var einföld:  Nei! Hér má lesa um bresku skýrsluna Þess má til gamans geta að Halda áfram að lesa „Hómeópatía á undir högg að sækja í Bretlandi“

Kirsuberjatínsla

Kirsuberjasósa þykir mörgum vera ómissandi með hinum vinsæla jólaeftirrétti Riz á l’amande. Persónulega finnst mér sú tilbúna kirsuberjasósa sem ég hef keypt úti í búð of sæt. Kirsuberjabragðið drukknar bókstaflega í sykurbragðinu.

Fallegustu berin tínd

Best væri að tína kirsuberin beint af trénu og sjóða sína eigin sósu, en ég veit ekki til þess að kirsuberjatré vaxi á Íslandi. Ég hef alla vega aldrei tínt kirsuber, hvorki hérlendis né erlendis. En ég ímynda mér að við kirsuberjatínslu séu fallegustu berin tínd, en ljótari ber látin eiga sig.

Við lifum ekki á kirsuberjum einum saman og þessi hollu og góðu ber eru raunar ekki viðfangsefni þessa pistils. Kirsuberjatínsla er aftur á móti hugtak sem hefur aðra og ólíka merkingu en þá að velja fallegustu kirsuberin og setja í körfu. Sú merking orðsins tengist kirsuberjum ekki neitt, og ekki garðyrkju heldur.

Halda áfram að lesa „Kirsuberjatínsla“

Um skort á sönnunum fyrir virkni lithimnugreininga og ilmkjarnaolíumeðferða

Athugasemdir við ófullægjandi og einhliða svör um óhefðbundnar meðferðir á spyr.is

Eftir Björn G. Leifsson

Heilsumeistaraskólinn (HMS), selur þriggja ára nám í náttúrulækningum. Augngreiningafræði (þar með talið lithimnugreining) og ilmkjarnaolíufræði eru, ef marka má heimasíðu skólans, tvær af meginstoðum þess sem kennt er þar.
Vefurinn spyr.is veitir þá einföldu og þörfu en jafnframt vandasömu þjónustu að hjálpa lesendum sínum við að afla svara við hverju sem þeim liggur á hjarta. Nýlega fjárfesti norsk-íslenski milljarðamæringurinn Jon Stephenson von Tetzchner í stórum hlut í  fyrirtækinu sem rekur vefinn. Á þessum vef var Lilja Oddsdóttir, kennari og einn forstöðumanna HMS, nýlega fengin til þess að svara tveimur spurningum um áðurnefndar aðferðir.

Halda áfram að lesa „Um skort á sönnunum fyrir virkni lithimnugreininga og ilmkjarnaolíumeðferða“

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: