Leita

Upplýst!

Upplýst umfjöllun um vísindi og ósannreynda heilsustarfsemi

Flokkar

Uncategorized

Rangfærslum um fæðuóþolsprófið svarað með rökum

Screen Shot 2014-02-26 at 11.44.48Fæðuóþolspróf með IgG mótefnamælingu fá falleinkunn í vandaðri greinargerð um vísindalegan bakgrunn þeirra sem birtist í dag á visir.is

Það er ekki sjaldan að forsvarsmenn óhefðbundinna og iðullega ónýtra heilsulausna nota  upptalningar á birtum greinum söluvöru sinni til stuðnings.
Eins og bent hefur verið á hér þá er Halda áfram að lesa „Rangfærslum um fæðuóþolsprófið svarað með rökum“

Enn ein rannsóknin á ágæti hómeópatíu

Til þess að viðhalda trúnni á lækningamátt hómeópatíu þarf stöðugt að mata markaðinn á nýjum sannfæringarkornum um mátt hrista vatnsins. Ekki má efinn fara að læðast inn hjá kúnnunum eða vatnshristurunum því þá gæti hinn augljósi sannleikur grafið um sig og eitrað hugann.

Grundvallarhugmynd hómeópatíunnar, að vatn sem hefur verið hrist og þynnt á ákveðinn hátt geti haft læknandi áhrif, gengur engan vegin upp, hvorki með rökleiðslu eða raunvísindum. Þá þarf að grípa til öðruvísi útskýringa og finna upp sannanir. Algengt er að hómeópatar hreinlega afneiti vísindunum og segi að þau séu ekki nógu fullkomin til þess að greina og skilja þessa yfirnáttúrulegu orku. Samt eru hómeópatar, í nokkurs konar mótsögn við sjálfa sig, manna duglegastir við að framleiða rannsóknaniðurstöður og reyna með því að sýna fram á virkni remedíuvatnsins með vísindalegum hætti.

Halda áfram að lesa „Enn ein rannsóknin á ágæti hómeópatíu“

Ný síða: „Míkróskópistar og smásjárskoðun á ferskum blóðdropa“

Smellið hér til að fara á síðuna

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: