Undir safnheitið „Hómeópatía“ munum við safna efni sem sérstaklega fjallar um þá grein gervivísinda/gervilækninga sem á rót sína og uppruna í kennisetningum og uppfinningum Hahnemanns og byggja á ofurþynntum „remedíum“ sem ekki innihalda nein virk efni.  Við notum ekki nafnið „smáskammtalækningar“ þar sem annars vegar er ekki um  skammta af neinu efni að ræða og hins vegar ekki möguleiki á að Hómeópatískar remedíur hafi neina lækningavirkni umfram þá lyfleysuvirkni sem stafar af umhyggju og athygli hómeópatans sem meðhöndlar. Allar vörur sem kallast geta hómeópatískar innihalda ekkert nema burðarefnin sem venjulega er sykur en stundum vatn.

Ljóst er að flestir hómeópatar eru flestir heiðvirðir einstaklingar sem ekki eru sjálfir meðvitaðir um ónýti remedíana og stunda fræðin af einlægni, umhyggju og lækningavon. Lítið sem ekkert virðist vera um pýramídasölumennsku eða meðvitaða gróðasækni í þessari grein ef frá eru taldar stóru sykurpillluverksmiðjurnar sem græða óheyrilega á því að framleiða hræódýrar sykurpillur sem seldar eru dýrum dómum sem lyf gegn heilsuvandamálum. 

Hómeópatískar „remedíur“ í heilsuvöruverslun í reykjavík. Athugið að í merkingunni „Hómópatalyf“ felst staðhæfing að um lyf sé að ræða. Slíkt er óleyfilegt skv. íslenskum lögum. Í öllum þessum glösum er ekkert nema litlar sykurtöflur.
Hómeópatískar „remedíur“ í heilsuvöruverslun í reykjavík. Athugið að í merkingunni „Hómópatalyf“ felst staðhæfing að um lyf sé að ræða. Slíkt er óleyfilegt skv. íslenskum lögum. Í öllum þessum glösum er ekkert nema litlar sykurtöflur.

Ekkert af því sem hér er skrifað er ætlað til þess að vega að heiðri eða æru hómeópata persónulega heldur einungis til þess að koma á framfæri upplýsingum og fróðleik um efnið, sem byggja á staðfestum grunni.

Greinar um hómeópatíu á upplýst vefnum:

Hómeópatía á undir högg að sækja

Skýrsla breskra yfirvalda um hómeópatíu

Um „Svissnesku skýrsluna“

Erlingur var ekki hómeópati