Undir safnheitið „Hómeópatía“ munum við safna efni sem sérstaklega fjallar um þá grein gervivísinda/gervilækninga sem á rót sína og uppruna í kennisetningum og uppfinningum Hahnemanns og byggja á ofurþynntum „remedíum“ sem ekki innihalda nein virk efni. Við notum ekki nafnið „smáskammtalækningar“ þar sem annars vegar er ekki um skammta af neinu efni að ræða og hins vegar ekki möguleiki á að Hómeópatískar remedíur hafi neina lækningavirkni umfram þá lyfleysuvirkni sem stafar af umhyggju og athygli hómeópatans sem meðhöndlar. Allar vörur sem kallast geta hómeópatískar innihalda ekkert nema burðarefnin sem venjulega er sykur en stundum vatn.
Ljóst er að flestir hómeópatar eru flestir heiðvirðir einstaklingar sem ekki eru sjálfir meðvitaðir um ónýti remedíana og stunda fræðin af einlægni, umhyggju og lækningavon. Lítið sem ekkert virðist vera um pýramídasölumennsku eða meðvitaða gróðasækni í þessari grein ef frá eru taldar stóru sykurpillluverksmiðjurnar sem græða óheyrilega á því að framleiða hræódýrar sykurpillur sem seldar eru dýrum dómum sem lyf gegn heilsuvandamálum.

Ekkert af því sem hér er skrifað er ætlað til þess að vega að heiðri eða æru hómeópata persónulega heldur einungis til þess að koma á framfæri upplýsingum og fróðleik um efnið, sem byggja á staðfestum grunni.
Greinar um hómeópatíu á upplýst vefnum:
Hómeópatía á undir högg að sækja
Skýrsla breskra yfirvalda um hómeópatíu
23.2.2017 at 15:39
Sæl Ingibjörg.
Það er stór galli við þessa rannsókn að hún hefur enga lyfleysu í viðmiðunarhópnum (control group) og það er engin blinda í rannsókninni, ekki einu sinni einblinda hvað þá tvíblinda. Þetta gerir það að verkum að svona rannsókn sem byggir á huglægu mati þátttakenda á líðan sinni fyrir og eftir meðferð er algerlega ómarktæk. Það er ótrúlegt að þetta stór rannsókn skyldi einmitt ekki nota þær aðferðir sem nauðsynlegar eru til að meta huglæg áhrif hlutlægt.
Rannsakendur viðurkenna þessa galla en koma með einhverjar lélegar útskýringar um að það megi sleppa lyfleysu/blindu, því að einhverjar almennar rannsóknir á krabbameinslyfjum geri það ekki. Það er horft framhjá því að í slíku tilviki er i) Ekki siðferðilega verjandi að gefa krabbameinsveikum lyfleysu og ii) að það eru aðrir mælikvarðar en þeir huglægu sem eru til mats, þ.e. læknast krabbameinið eða ekki.
Hér er umfjöllun þeirra um gallana:
„The study’s limitations are those of all pragmatic trials: frequently, treatments with moderate effects may benefit from the lack of blindness and allocation concealment, and patient preferences or beliefs can influence the outcome of the study. This has been shown in empirical studies which demonstrated that trials without or with inappropriate blinding and/or allocation concealment are often (erroneously) more statistically significant than RCTs, which are better controlled.21, 23 and 24 Whereas a pragmatic trial can shed light on the overall performance of a treatment, it will very often be difficult to identify the specific components (or even biases) that explain this effectiveness.
A further limitation is the absence of a placebo control group. This, however, does not disqualify a study, since many conventional cancer studies are not placebo-controlled.25 and 26 To overcome this limitation, we are currently performing a double-blind placebo-controlled study to test whether the results of the present study are reproducible under more stringent conditions with longer follow-up.“
Sjá hér: http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0965229915000370
Bk – Svanur Sig.
24.11.2015 at 16:04
Langar að benda ykkur á nýja rannsókn á áhrifum hómópatíu sem viðbótarmeðferð við krabbameinsmeðferð sem ber yfirskriftina „Influence of adjunctive classical homeopathy on global health status and subjective wellbeing in cancer patients – A pragmatic randomized controlled trial“
Niðurstöður: „Results suggest that the global health status and subjective wellbeing of cancer patients improve significantly when adjunct classical homeopathic treatment is administered in addition to conventional therapy.“ Sjá nánar grein á PubMed http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/?term=Frass+M%2C+et+al.+Influence+of+Adjunctive+Classical+Homeopathy+on+Global+Health+Status+and+Subjective+Wellbeing+in+Cancer+Patients+%E2%80%93+A+Pragmatic+Randomized+Controlled+Trial.+Complement+Ther+Med%2C+2015%2C+23%2C+3%2C+309-317.