– Tilbaka: Inngangur og efnisyfirlit
Við erum sennilega betur meðvituð um krabbamein í dag en nokkurn tíma áður. En krabbamein eru ekki nýtilkominn óvinur. Krabbamein eru fjöldi mismunandi sjúkdóma sem fylgt hafa mannkyninu frá örófi alda. Þeim var lýst fyrir þúsundum ára af Grikkjum og Egyptum og fundist hafa ummerki um krabbamein í 3000 ára gömlum beinagrindum.
Það er satt að lífshættir okkar geta ýtt undir krabbamein eins og þeir hafa áhrif á marga aðra sjúkdóma en stærsti áhættuþátturinn fyrir krabbameini er aldur.
Sú einfalda staðreynd að við lifum lengra lífi nú en nokkurn tíma áður er helsta skýringin á aukningu krabbameinstilfella. Krabbamein stafa oft af öldrunarskemmdum í erfðaefni fruma.
Önnur skýring á því að við verðum vör við fleiri tilfelli er að við getum greint sjúkdóma betur en nokkru sinni fyrr. Framfarir í skimun, myndgreiningu og vefjagreiningu hafa aukið fjölda greindra krabbameina þó það samsvari ekki raunverulegari aukningu.
Vissulega eiga nútíma lífstíll, mataræði og umhverfi stóran þátt. Til dæmis reykingar, sem rekja má fjórðung dauðsfalla af krabbameinum til í Stóra Bretlandi – en það er ekki það sama og að krabbamein sé manngerð vá.
Nýlegar athugasemdir