Tilbaka: Krabbamein er manngerður nútímasjúkdómur

Blueberries

Bláber, rauðrófur, spergilkál, hvítlaukur, grænt te… listinn er langur. Þrátt fyrir að þúsundir vefsíðna haldi öðru fram þá er ekki til neitt til sem heitir „ofurfæði“ eða getur staðið undir slíku heiti.

Hugtakið „ofurfæði“ var búið til í auglýsingaskyni til þess að selja vörur en hefur enga stoð í vísindalegum niðurstöðum eða í raunveruleikanum. 

Þetta þýðir ekki að þú eigir að láta í léttu rúmi liggja hvað þú lætur ofan í þig. Sum fæða er vissulega hollari en önnur. Hnefafylli af bláberjum eða bolli af grænu tei getur vissulega verið hluti af hollu og fjölbreyttu mataræði. Það er skynsamlegt að kaupa vel inn af grænmeti og ávöxtum og borða fjölbreytt úrval slíkrar vöru en það skiptir í raun ekki sérlega miklu máli hvaða tegundir þú velur.

Líkamar okkar eru flóknir og krabbameinin einnig, svo það er ofureinföldun að halda því fram að ein fæðutegund, út af fyrir sig, hafi mikilsverð áhrif á áhættuna að fá krabbamein.

Við hjá Krabbameinsrannsóknafélagi Stóra Bretlands höfum skrifað heilmikið um vísindalega þekkingu á andoxunarefnum og krabbameinum í eftirfarandi greinum:
Fyrsti hlutiannar hluti , þriðji hluti .

Með áratuga rannsóknum hefur safnast mikið magn vísbendinga og staðreynda sem benda eindregið til þeirrar einföldu og ekki sérlega óvæntu niðurstöðu að besta aðferðin til þess að minnka líkur á krabbameinum séu varanlegar, heilsubætandi lífsháttabreytingar svo sem að láta vera að reykja, hreyfa sig meira, halda aftur af þyngdinni og minnka áfengisneyslu.

Næst: Súrt mataræði veldur krabbameini