Tilbaka: Súrt mataræði veldur krabbameini

Sugar

Hugarburður sem við oft verðum vör við er að sykur „fóðri krabbameinsfrumur“ og því ætti að útiloka sykur úr fæði krabbameinssjúkra.

Þarna er um að ræða ónothæfa einföldun á mjög flóknu sviði sem við erum rétt að byrja að átta okkur á.

„Sykur“ er safnheiti. Það á við fjölda efnasambanda þar með talið einsykrungana glúkósa og frúktósa sem finnast í jurtum. Venjulegur sykur sem notaður er í matargerð kallast súkrosi og er sameind þessara tvegga einsykrunga. Allar sykurtegundir teljast til kolvetna (e. carbohydrates, „carbs“) -sem er safnheiti um sameindir sem gerðar eru úr frumefnunum kolefni, súrefni og vetni.

Kolvetni – hvort sem þau koma úr köku eða gulrót, losa við meltinguna bæði glúkósa og frúktósa. Þessir einsykrungar komast gegnum þarmavegginn inn í blóðrásina og veita líkamanum orku.

Allar frumur, hvort sem þær eru illkynja krabbameinsfrumur eða ekki, nýta orku úr glúkósa. Vegna þess að illkynja krabbameinsfrumur vaxa og fjölga sér óeðlilega hratt, nýta þær sérlega mikið af þessu „eldsneyti“. Það eru líka vísbendingar um að þær vinni orkuna úr glúkósa á annan hátt en eðlilegar frumur.

Rannsakendur reyna að skilja mismuninn í orkunotkun milli heilbrigðra og illkynja fruma og nýta þá vitneskju til þess að þróa betri meðferðir (Þar með talið áhugaverð efni eins og DCA).

En þetta þýðir ekki að sykur úr kökum, sælgæti og annarri sykurvöru fóðri krabbameinsfrumur framar öðrum kolvetnaefnum. Líkamar okkar stjórna því ekki hvaða frumur fá hvaða hvaða næringarefni. Líkaminn breytir nánast öllu kolvetni sem við látum ofan í okkur í glúkósa, frúktósa og aðra einsykrunga. Þeir eru svo teknir úr blóðrásinni af þeim frumum sem þurfa orku hverju sinni.

Þó það sé afar skynsamlegt að takmarka sykurvöru almennt, sem hluta af hollu fæðuvali og leið til þess að takmarka þyngd, þá fer því fjarri að það sé sama og að sykur fæði krabbameinsfrumur sérstaklega.

Þjóðsögurnar um að krabbamein þrífist sérstaklega á „súru fæði“ og „sykurfæði“ trufla skynsamlegt fæðuval að óþörfu. Enginn er að halda því fram að það skipti ekki máli að nota næringarríka og holla fæðu þegar krabbamein herjar á. Á vef okkar er mikill fróðleikur um mataræði og krabbamein.

Ráðleggingar um mataræði og næringu verða að byggjast þekktum og sannreynanlegum staðreyndum og vitneskju. rannsóknir sýna æ ofan í æ, að ef forðast á krabbamein þá gilda sömu gömlu hollráðin. Ávextir, grænmeti, trefjar, hvítt kjöt og fiskur eru góð. Of mikil fita, salt, sykur, rauðar og unnar kjötvörur og áfengi eru síðri.

Greinin „Hvað skal borða meðan á krabbameinsmeðferð stendur“ á vef okkar er full af fróðleik og tilvísunum í frekari upplýsingar á vef okkar. Þessi hlekkur, frá „Junkfood Science blog“ er á grein sem skoðar nánar vísindin á bakvið sykur og krabbamein.

Næst: Krabbamein er sveppur og meðferðin matarsódi