Leita

Upplýst!

Upplýst umfjöllun um vísindi og ósannreynda heilsustarfsemi

Nýr greinaflokkur á Upplýst – þjóðsögur um krabbamein

Nú hefur greinaflokkurinn „Tíu þjóðsögur um krabbamein“ verið þýddur og settur hér inn.

Hér getur þú byrjað lesturinn

Raunveruleikinn um reynslusögur

Nýr pistill á Upplýst-vefnum minnir mig á eigin skoplega reynslusögu:
Nokkur ungmenni sátu við matarborðið á Pálmasunnudag og lásu helgarblöðin. Skyndilega ráku þau upp óp og hlógu dátt og innilega. „Þetta er kallinn!“ hrópuðu þau. Halda áfram að lesa „Raunveruleikinn um reynslusögur“

Glúten sýknað af glæp

Nýr pistill á Upplýst-vefnum
Anna Ragna Magnúsardóttir, doktor í næringarfræði og Upplýst-meðlimur skrifar um það hvernig rétt beiting á aðferðafræði vísindanna gat hreinsað Glúten af grun um að valda óljósum meltingarvandamálum. Þar er sennilega á ferðinni annar sökudólgur, Halda áfram að lesa „Glúten sýknað af glæp“

Tíu helstu þjóðsögurnar um krabbamein og sannleikurinn um þær.

Uppfært janúar 2016 :  Nú hefur pistlaflokkurinn sem hér er sagt frá verið þýddur og má finna upphafssíðuna hér. Sjá undir „Gervifræði og Kukl“ í vallistunum hér fyrir ofan.

Alls konar þjóðsögur og rangfærslur eru til um krabbamein, eðli þess, orsakir og Halda áfram að lesa „Tíu helstu þjóðsögurnar um krabbamein og sannleikurinn um þær.“

Meira um Food Detective og greiningu fæðuóþols

Screen Shot 2014-02-26 at 11.44.48Seinni greinin um IgG mataróþolspróf er nú komin á Upplýst-vefinn undir kaflanum um Mataræði. Þar er einnig að finna fyrri grein Upplýst-hópsins. Eins og fyrr hefur verið sagt frá lagði Upplýst-hópurinn í gríðarlega vinnu við Halda áfram að lesa „Meira um Food Detective og greiningu fæðuóþols“

Plat-nálastungur

Stutta frásögn af merkilegum sænskum rannsóknum á nálastungumeðferð er að finna hér.

Falskur hindberjailmur

Nýlega skrifuðum við um „kirsuberjatínslu“.  Þar er því lýst hvernig talsmenn hjálækninga og hindurvitnismeðferða tína góðu kirsuberin og skilja hin vondu eftir þegar þeir vitna í hentugar heimildir en sleppa hinum óhentugu iðju sinni til réttlætingar.

p-Hydroxybenzyl acetone eða hindberjaketón er tískuefni dagsins ef marka má Halda áfram að lesa „Falskur hindberjailmur“

Rangfærslum um fæðuóþolsprófið svarað með rökum

Screen Shot 2014-02-26 at 11.44.48Fæðuóþolspróf með IgG mótefnamælingu fá falleinkunn í vandaðri greinargerð um vísindalegan bakgrunn þeirra sem birtist í dag á visir.is

Það er ekki sjaldan að forsvarsmenn óhefðbundinna og iðullega ónýtra heilsulausna nota  upptalningar á birtum greinum söluvöru sinni til stuðnings.
Eins og bent hefur verið á hér þá er Halda áfram að lesa „Rangfærslum um fæðuóþolsprófið svarað með rökum“

Hómeópatía á undir högg að sækja í Bretlandi

Á vefinn er komin stutt frásögn af athugun sem neðri deild breska þingsins lét gera á því hvort halda bæri áfram að greiða fyrir þjónustu hómeópata í Bretlandi. Niðurstaðan var einföld:  Nei! Hér má lesa um bresku skýrsluna Þess má til gamans geta að Halda áfram að lesa „Hómeópatía á undir högg að sækja í Bretlandi“

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: