Leita

Upplýst!

Upplýst umfjöllun um vísindi og ósannreynda heilsustarfsemi

Glúten sýknað af glæp

Nýr pistill á Upplýst-vefnum
Anna Ragna Magnúsardóttir, doktor í næringarfræði og Upplýst-meðlimur skrifar um það hvernig rétt beiting á aðferðafræði vísindanna gat hreinsað Glúten af grun um að valda óljósum meltingarvandamálum. Þar er sennilega á ferðinni annar sökudólgur, Continue reading „Glúten sýknað af glæp“

Auglýsingar

Tíu helstu þjóðsögurnar um krabbamein og sannleikurinn um þær.

Uppfært janúar 2016 :  Nú hefur pistlaflokkurinn sem hér er sagt frá verið þýddur og má finna upphafssíðuna hér. Sjá undir „Gervifræði og Kukl“ í vallistunum hér fyrir ofan.

Alls konar þjóðsögur og rangfærslur eru til um krabbamein, eðli þess, orsakir og Continue reading „Tíu helstu þjóðsögurnar um krabbamein og sannleikurinn um þær.“

Meira um Food Detective og greiningu fæðuóþols

Screen Shot 2014-02-26 at 11.44.48Seinni greinin um IgG mataróþolspróf er nú komin á Upplýst-vefinn undir kaflanum um Mataræði. Þar er einnig að finna fyrri grein Upplýst-hópsins. Eins og fyrr hefur verið sagt frá lagði Upplýst-hópurinn í gríðarlega vinnu við Continue reading „Meira um Food Detective og greiningu fæðuóþols“

Plat-nálastungur

Stutta frásögn af merkilegum sænskum rannsóknum á nálastungumeðferð er að finna hér.

Falskur hindberjailmur

Nýlega skrifuðum við um „kirsuberjatínslu“.  Þar er því lýst hvernig talsmenn hjálækninga og hindurvitnismeðferða tína góðu kirsuberin og skilja hin vondu eftir þegar þeir vitna í hentugar heimildir en sleppa hinum óhentugu iðju sinni til réttlætingar.

p-Hydroxybenzyl acetone eða hindberjaketón er tískuefni dagsins ef marka má Continue reading „Falskur hindberjailmur“

Rangfærslum um fæðuóþolsprófið svarað með rökum

Screen Shot 2014-02-26 at 11.44.48Fæðuóþolspróf með IgG mótefnamælingu fá falleinkunn í vandaðri greinargerð um vísindalegan bakgrunn þeirra sem birtist í dag á visir.is

Það er ekki sjaldan að forsvarsmenn óhefðbundinna og iðullega ónýtra heilsulausna nota  upptalningar á birtum greinum söluvöru sinni til stuðnings.
Eins og bent hefur verið á hér þá er Continue reading „Rangfærslum um fæðuóþolsprófið svarað með rökum“

Hómeópatía á undir högg að sækja í Bretlandi

Á vefinn er komin stutt frásögn af athugun sem neðri deild breska þingsins lét gera á því hvort halda bæri áfram að greiða fyrir þjónustu hómeópata í Bretlandi. Niðurstaðan var einföld:  Nei! Hér má lesa um bresku skýrsluna Þess má til gamans geta að Continue reading „Hómeópatía á undir högg að sækja í Bretlandi“

Lærifaðir míkróskopistanna handtekinn fyrir heilsusvik.

downloadNýjustu fréttir að vestan eru þær að átrúnaðargoð íslenskra sýrustigsjafnara  og lærifaðir míkróskópista, gervidoktorinn og heilsuskúrkurinn Robert O. Young hafi verið handtekinn.

Meðal annars er herra Young frægur fyrir að halda því fram að Continue reading „Lærifaðir míkróskopistanna handtekinn fyrir heilsusvik.“

Kirsuberjatínsla

Kirsuberjasósa þykir mörgum vera ómissandi með hinum vinsæla jólaeftirrétti Riz á l’amande. Persónulega finnst mér sú tilbúna kirsuberjasósa sem ég hef keypt úti í búð of sæt. Kirsuberjabragðið drukknar bókstaflega í sykurbragðinu.

Fallegustu berin tínd

Best væri að tína kirsuberin beint af trénu og sjóða sína eigin sósu, en ég veit ekki til þess að kirsuberjatré vaxi á Íslandi. Ég hef alla vega aldrei tínt kirsuber, hvorki hérlendis né erlendis. En ég ímynda mér að við kirsuberjatínslu séu fallegustu berin tínd, en ljótari ber látin eiga sig.

Við lifum ekki á kirsuberjum einum saman og þessi hollu og góðu ber eru raunar ekki viðfangsefni þessa pistils. Kirsuberjatínsla er aftur á móti hugtak sem hefur aðra og ólíka merkingu en þá að velja fallegustu kirsuberin og setja í körfu. Sú merking orðsins tengist kirsuberjum ekki neitt, og ekki garðyrkju heldur.

Continue reading „Kirsuberjatínsla“

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑