Leita

Upplýst!

Upplýst umfjöllun um vísindi og ósannreynda heilsustarfsemi

Lærifaðir míkróskopistanna handtekinn fyrir heilsusvik.

downloadNýjustu fréttir að vestan eru þær að átrúnaðargoð íslenskra sýrustigsjafnara  og lærifaðir míkróskópista, gervidoktorinn og heilsuskúrkurinn Robert O. Young hafi verið handtekinn.

Meðal annars er herra Young frægur fyrir að halda því fram að Halda áfram að lesa „Lærifaðir míkróskopistanna handtekinn fyrir heilsusvik.“

Kirsuberjatínsla

Kirsuberjasósa þykir mörgum vera ómissandi með hinum vinsæla jólaeftirrétti Riz á l’amande. Persónulega finnst mér sú tilbúna kirsuberjasósa sem ég hef keypt úti í búð of sæt. Kirsuberjabragðið drukknar bókstaflega í sykurbragðinu.

Fallegustu berin tínd

Best væri að tína kirsuberin beint af trénu og sjóða sína eigin sósu, en ég veit ekki til þess að kirsuberjatré vaxi á Íslandi. Ég hef alla vega aldrei tínt kirsuber, hvorki hérlendis né erlendis. En ég ímynda mér að við kirsuberjatínslu séu fallegustu berin tínd, en ljótari ber látin eiga sig.

Við lifum ekki á kirsuberjum einum saman og þessi hollu og góðu ber eru raunar ekki viðfangsefni þessa pistils. Kirsuberjatínsla er aftur á móti hugtak sem hefur aðra og ólíka merkingu en þá að velja fallegustu kirsuberin og setja í körfu. Sú merking orðsins tengist kirsuberjum ekki neitt, og ekki garðyrkju heldur.

Halda áfram að lesa „Kirsuberjatínsla“

Enn ein rannsóknin á ágæti hómeópatíu

Til þess að viðhalda trúnni á lækningamátt hómeópatíu þarf stöðugt að mata markaðinn á nýjum sannfæringarkornum um mátt hrista vatnsins. Ekki má efinn fara að læðast inn hjá kúnnunum eða vatnshristurunum því þá gæti hinn augljósi sannleikur grafið um sig og eitrað hugann.

Grundvallarhugmynd hómeópatíunnar, að vatn sem hefur verið hrist og þynnt á ákveðinn hátt geti haft læknandi áhrif, gengur engan vegin upp, hvorki með rökleiðslu eða raunvísindum. Þá þarf að grípa til öðruvísi útskýringa og finna upp sannanir. Algengt er að hómeópatar hreinlega afneiti vísindunum og segi að þau séu ekki nógu fullkomin til þess að greina og skilja þessa yfirnáttúrulegu orku. Samt eru hómeópatar, í nokkurs konar mótsögn við sjálfa sig, manna duglegastir við að framleiða rannsóknaniðurstöður og reyna með því að sýna fram á virkni remedíuvatnsins með vísindalegum hætti.

Halda áfram að lesa „Enn ein rannsóknin á ágæti hómeópatíu“

Ný síða: „Míkróskópistar og smásjárskoðun á ferskum blóðdropa“

Smellið hér til að fara á síðuna

Um skort á sönnunum fyrir virkni lithimnugreininga og ilmkjarnaolíumeðferða

Athugasemdir við ófullægjandi og einhliða svör um óhefðbundnar meðferðir á spyr.is

Eftir Björn G. Leifsson

Heilsumeistaraskólinn (HMS), selur þriggja ára nám í náttúrulækningum. Augngreiningafræði (þar með talið lithimnugreining) og ilmkjarnaolíufræði eru, ef marka má heimasíðu skólans, tvær af meginstoðum þess sem kennt er þar.
Vefurinn spyr.is veitir þá einföldu og þörfu en jafnframt vandasömu þjónustu að hjálpa lesendum sínum við að afla svara við hverju sem þeim liggur á hjarta. Nýlega fjárfesti norsk-íslenski milljarðamæringurinn Jon Stephenson von Tetzchner í stórum hlut í  fyrirtækinu sem rekur vefinn. Á þessum vef var Lilja Oddsdóttir, kennari og einn forstöðumanna HMS, nýlega fengin til þess að svara tveimur spurningum um áðurnefndar aðferðir.

Halda áfram að lesa „Um skort á sönnunum fyrir virkni lithimnugreininga og ilmkjarnaolíumeðferða“

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: