Athugasemdir við ófullægjandi og einhliða svör um óhefðbundnar meðferðir á spyr.is

Eftir Björn G. Leifsson

Heilsumeistaraskólinn (HMS), selur þriggja ára nám í náttúrulækningum. Augngreiningafræði (þar með talið lithimnugreining) og ilmkjarnaolíufræði eru, ef marka má heimasíðu skólans, tvær af meginstoðum þess sem kennt er þar.
Vefurinn spyr.is veitir þá einföldu og þörfu en jafnframt vandasömu þjónustu að hjálpa lesendum sínum við að afla svara við hverju sem þeim liggur á hjarta. Nýlega fjárfesti norsk-íslenski milljarðamæringurinn Jon Stephenson von Tetzchner í stórum hlut í  fyrirtækinu sem rekur vefinn. Á þessum vef var Lilja Oddsdóttir, kennari og einn forstöðumanna HMS, nýlega fengin til þess að svara tveimur spurningum um áðurnefndar aðferðir.

Halda áfram að lesa „Um skort á sönnunum fyrir virkni lithimnugreininga og ilmkjarnaolíumeðferða“