Upplýst-hópurinn berst gegn ýmiskonar bábiljum tengdum heilsu og matvælum sem vaða uppi í samfélaginu.

Hópurinn leitast til við að veita vandaða og óháða almenningsfræðslu á aðgengilegan máta. Mest af þeirri starfsemi fer fram í gegnum vefsíðuna Upplyst.org en fólk í hópnum er einnig tilbúið að koma fram í fjölmiðlum eða flytja fyrirlestra um efnið.

Sumt það sem við í Upplýst hópnum gagnrýnum eru aðferðir eða söluvara sem stríða beinlínis gegn lögum og reglugerðum um neytendavernd, t.d. órökstuddar fullyrðingar um heilsufarsáhrif á umbúðum matvæla og fæðubótarefna. Flest umfjöllunarefnið varðar þó ekki við lög en telst gagnrýnivert og á ýmsan máta varasamt, sbr. ýmis gervifræði.  Sjá nánari skilgreiningar á viðfangsefnum hópsins í greininni Gervifræði og gervilækningar – hugtökin.

 

Auglýsingar