Með lögum um græðara frá maí 2005 fengu græðarar starfsleyfi undir ákveðnum lagalegum ramma.  Hverjir eru græðarar og hvers kyns þjónustu eru þeir að bjóða?  Standast greinar þeirra vísindalega skoðun hvað sannanlega virkni varðar?  Hafa talsmenn þeirra nokkurn tímann staðið undir þeirri kröfu að sýna áreiðanleg gögn fyrir „fræðum“ sínum og tekið þannig á sig sönnunarbyrðina (burden of proof) fyrir eigin staðhæfingum?

Lítum aðeins á hverjar þessar greinar græðara í BÍG (www.big.is) eru:

Greinar í BÍG Fræðilegur styrkur kenninga Útkoma meðferðar-rannsókna Hvers eðlis
Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun [1] Enginn.  Stenst ekki rökleiðslu  eða fræðilega skoðun. Alls engin áhrif á sjúkdóma. Sumir upplifa þægindi. Gervifræði og gervilækningar
Lithimnufræði [2] Enginn. Stenst ekki rökleiðslu eða fræðilega skoðun Alls engin heilsubætandi áhrif. Gervifræði og gervilækningar
Hómeópatía [3] Enginn. Stenst ekki rökleiðslu eða fræðilega skoðun. Stórar rannsóknir sýna ekki fram á virkni umfram lyfleysu. Gervifræði og gervilækningar
Svæðameðferð [4] Enginn varðandi svæðin en nudd er mekanískt. Alls engin áhrif umfram venjulegt nudd. Gervifræði í kringum nudd sem getur óháð þessu minnkað verki og losað spennu.
Viðbragðsfræði [5] Enginn. Stenst ekki fræðilega skoðun. Gervifræði og gervilækningar

Sjá nánari umfjöllun um þessar greinar í eftirfarandi heimildum:

  1. Yfirlýsing bandarísku krabbameinssamtakanna um gagnsleysi höfuðbeina- og spjaldhryggs-meðferðar: American Cancer Society: „Available scientific evidence does not support claims that craniosacral therapy helps in treating cancer or any other disease“. www.cancer.org
  2. Um lithimnulestur:  http://www.sciencebasedmedicine.org/index.php/iridology/
  3. Breska skýrslan um hómeópatíu sem var unnin af sérfræðingum fyrir þingið: http://www.publications.parliament.uk/pa/cm200910/cmselect/cmsctech/45/45.pdf
  4. Um shiatsu svæðameðferð: http://www.cancer.org/treatment/treatmentsandsideeffects/complementaryandalternativemedicine/manualhealingandphysicaltouch/acupressure-shiatsu-and-other-asian-bodywork 
  5. Um viðbragðsfræði: Skipulögð samantekt rannsókna árið 2009 sýndi að hún er ekki gagnleg við einum einasta sjúkdómi. http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/19740047

Gervifræði og gervifög tengjast oft í því sem flokka má í fjóra geira uppruna: gervivísindi, gervilækningar, trúarbrögð og yfirskilvitlegar hugmyndir.  Sjá hér venslamynd sem ég hef dregið upp af þessum tengingum.

colorvensl-gervifraeda

Svanur Sigurbjörnsson læknir

<Höfundaréttindi áskilin: Leyfilegt er að afrita og dreifa efni greinarinnar svo lengi sem heimildar er getið.>