Í desember 2012 var stofnaður þverfaglegur vinnuhópur fagfólks sem hefur það markmið að vekja athygli á, fjalla gagnrýnið um og berjast gegn ýmiskonar bábiljum tengdum heilsu og matvælum í samfélaginu.

Hópurinn kallast Upplýst og í honum eru rúmlega 20 sérfræðingar á ýmsum sviðum heilbrigðisfræða og raungreina (læknis-, hjúkrunar-, lyfja-, líf-, lífefna-, sál-, erfða- og næringarfræði).

Enginn í hópnum hefur hagsmunatengsl sem gætu haft áhrif á skoðanir eða framsetningu þess efnis sem við sendum frá okkur. Enginn utanaðkomandi aðili veitir hópnum fjárstyrk og allt er unnið í sjálfboðavinnu.

Upplýst-hópurinn er ekki formlegt félag heldur starfar eftir því sem virkni hvers og eins í hópnum leyfir.  Ákveðinn kjarni leiðir vagninn en ákveðin svið eru í höndum þeirra sem sérhæfingu hafa í hverju þeirra.

Hópurinn (í stafrófsröð):

Anna Ragna Magnúsardóttir    næringarfræðingur
Arnar Pálsson    líffræðingur
Atli Jósefsson    lífeðlisfræðingur
Áslaug Helgadóttir    erfðafræðingur
Benedikt Bragi Sigurðsson    sálfræðingur
Björn Geir Leifsson   læknir
Edda Garðarsdóttir nemi í hjúkrunarfræði
Eiríkur Steingrímsson    erfðafræðingur
Erna Magnúsdóttir    lífefnafræðingur
Freyja Jónsdóttir klínískur lyfjafræðingur
Fríða R. Þórðardóttir    næringarfræðingur, næringarráðgjafi
Ingibjörg Gunnarsdóttir    næringarfræðingur
Ingunn Björnsdóttir    lyfjafræðingur
Jón Hallsson    erfðafræðingur
Júlía Linda Ómarsdóttir    ljósmóðir
Kolbeinn Guðmundsson    læknir
Kristín Ólafsdóttir    líffræðingur
Magnús Jóhannsson læknir, dr.med. og prófessor emeritus
Magnús Karl Magnússon    læknir
Sesselja S. Ómarsdóttir    lyfjafræðingur
Svanur Sigurbjörnsson    læknir
Vigdís Stefánsdóttir    erfðaráðgjafi