Á vefinn er komin stutt frásögn af athugun sem neðri deild breska þingsins lét gera á því hvort halda bæri áfram að greiða fyrir þjónustu hómeópata í Bretlandi. Niðurstaðan var einföld:  Nei! Hér má lesa um bresku skýrsluna Þess má til gamans geta að Kennarasamband Íslands greiðir úr sjúkrasjóði sínum, meðal annars fyrir þjónustu hómópata

VIðbót 30.4.2015:  Vef kennarasambandsins hefur verið breytt svo hlekkurin hér fyrir ofan er ekki lengur virkur. Nú er hómeópatía ekki lengur talin upp sem ein af þeim græðaragreinum sem styrktar eru. Við höfum ekki ennþá kannað hvort sambandið styrkir slíka gerviþjónustu en á vef sjúkrasjóðs kennarasambandsins  eru ýmsar aðrar óvirkar aðferðir sagðar styrkhæfar.