Það er mikilvægt að skilja þau hugtök sem liggja að baki þessari umræðu um gervifræði og gervilækningar.  Skoðum það nánar.

Undir því sem kalla má óhefðbundnar lækningar eða hjá/viðbótar-lækningar má segja að það séu þrír flokkar; gervilækningar, náttúrulækningar og alþýðulækningar. Undir gervilækningar falla margar tegundir úrræða.

Undir vísindalegar, hefðbundnar lækningar falla lækningar og skottulækningar.  Já, skottulækningar líka því að þær eru ekki endilega óvísindalegar, heldur bara á laun eða ólöglegar á einhvern hátt. Hefðbundnar lækningar eru með gríðarlega marga undirflokka en stærstu greinarnar eru lyflækningar, skurðlækningar, heimilislækningar og barnalækningar. Lækningafúsk er óljóst hugtak sem gæti átt við hvaða aðila sem er, sem reynir einhver úrræði til lækninga á óvandaðan og kæruleysislegan máta.

Með hugtakinu samþættar lækningar (integrative meidicine) er reynt að sameina alla ofangreinda flokka í eina súpu.

Sjá nánar á síðunni gervifræði og gervilækningar.